Modelo 720
Þetta framtal þurfa allir sem eiga eignir í öðru landi þurfa að fylla út hvort sem þeir eru ríkisborgarar Spánar eða útlendingar búsettir á Spáni. Modelo 720 eyðublaðið sýnir hvaða, ef einhverjar, eignir eru í vörslu erlendis. Framtalið er eingöngu ætlað til upplýsingar og til að koma í veg fyrir skattsvik. Framteljandinn þarf ekki að greiða skatta á grundvelli þessa eyðublaðs. Eyðublaðið er samt mikilvægt geta legið háar sektir við því að skila því ekki inn.
Þessu framtali er skilað inn á tímabilinu 1. janúar og 31. mars eftir fyrsta skattskylduárið. Tilgangur eyðublaðsins er að gera grein fyrir eignum utan Spánar sem eru að verðmæti yfir 50.000 evrum. Framtalinu er skilað einu sinni nema tekjur af þessum eignum hækki verulega. Þá þarf að skila eyðublaðinu inn aftur. Það á aðeins við ef verðmæti erlendra eignanna hækkar um 20.000 Evrur eða meira. Annars þarf aðeins að senda inn eyðublaðið einu sinni.
Hverjir eiga að skila inn modelo 720?
Fólk sem á bankareikninga erlendis, þ.e. banka-, innláns- og sparireikninga með inneign sem er hærri en 50.000 Evrur og eru geymdir í nafni framteljandans. Þetta á einnig við þegar undirritaður er viðurkenndur fulltrúi eða rétthafi eignanna.
Fólk sem á eignir og séreignarsjóði erlendis. Þeir sem eiga skuldabréf, fjárfestingareignir, hlutabréf og verðbréf, lífeyrissparnað yfir € 50.000 þurfa að skila inn modelo 720.
Fólk sem á eign eða fyrirtæki erlendis. Þeir sem eiga eignir utan Spánar, einnig eignir vegna viðskipta að verðmæti yfir € 50.000 verða að fylla út modelo 720 eyðublaðið.