Modula 210
Þetta eyðublað er margþætt og ætlað til notkunar fyrir erlenda aðila sem eiga að greiða skatt á Spáni af tekjustreymi eins og leigutekjum, söluhagnaði af eignum og reiknaðar tekjum. Það er aðeins hægt að klára formið á netinu. Skilafrestur er til 31. desember eftir lok hvers skattsárs. Til dæmis, ef þú keyptir eign í júlí 2022, áttu að skila framtalinu fyrir 31. desember 2023.
Dæmi: Ef þú ert evrópskur ríkisborgari, átt fasteign á Spáni búsettur erlendis og þú leigir hana ekki út þarftu að gefa upp verðmæti eignar þinnar á þessu eyðublaði á hverju ári og greiða skatta í samræmi við það. Hvað kostar þessi skattur og hvernig er hægt að reikna hann út?
Fyrst þarftu að finna IBI reikninginn þinn (Fasteignaskattur sveitarfélags). Á þeim seðli finnur þú „Valor Catastral“. Athugið! Ekki „Valor Catastral Suelo“ sem er verðmæti lóðarinnar.
Eigendur sem eru ESB ríkisborgarar greiða 19% skatt en eigendur utan ESB (t.d. breskir ríkisborgarar sem búa utan ESB, á Íslandi eða Noregi) greiða hærra skatthlutfallið 24%.
Til að sjá hversu hár tekjuskatturinn er skulum við nota dæmi um eign sem metin er á €100.000 x 1.1% er €1.100. Af €1.100 er því greiddur skattur árlega samanber eftirfarand:
Íbúi í ESB greiðir skatthlutfallið 19% af útreiknuðum €1.100. Það jafngildir €209 á ári.
Í samanburði við íbúa utan ESB sem mun greiða 24%. Það jafngildir 264 evrum á ári.
Meira en helmingur erlendra fasteignaeigenda kannast ekki við þennan skatt. Það er ein af ástæðunum fyrir því að kaupandi þarf að halda eftir og greiða 3% af söluverði til spænskra skattyfirvalda ef seljandinn er erlendur aðili. Þetta ákvæði er vegna gjaldfallna skatta en er ekki skattur.
Við getum hjálpað
Við getum hjálpað þér í gegnum skrifræði spænska skattkerfisins. Dyggir ráðgjafar okkar aðstoða þig við hvert skref.